Fótbolti

Alexander Hassenstein/Getty Images
Robert Lewandowski skoraði sitt 250. mark í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sá pólski skoraði bæði mörkin er Bayern vann 2-1 sigur á Wolfsburg.
Maximilian Philipp kom Wolfsburg yfir á fimmtu mínútu leiksins en Lewandowski jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigurmarkið skoraði hann svo á 50. mínútu.
Bayern er í öðru sætinu með 27 stig, stigi á eftir Bayern Leverkusen sem er í öðru sætinu sem vann 4-0 sigur á Köln í kvöld, og jafnir Leipzig sem er einnig með 27 stig. Leipzig vann 1-0 sigur á Hoffenheim í kvöld með marki Danans Yussuf Poulsen.
Alfreð Finnbogason spilaði síðasta hálftímann er Augsburg vann 1-0 sigur á Arminia Bielefeld á útivelli. Augsburg er í níunda sætinu en Arminia Bielefeld í því sextánda.