1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Liam Gallagher sendi morðhótun en eyddi svo færslunni

Skyldulesning

Oasis-söngvarinn Liam Gallagher er harður stuðningsmaður Manchester City.

Hann tjáir sig gjarnan um félagið á samfélagsmiðlinum Twitter. Nýjasta tíst hans hefur vakið mikið umtal. Þar tjáir Gallagher sig um Stefan Savic, leikmann Atletico Madrid.

Savic var viðloðinn átök innan vallar sem utan er Man City sló Atletico úr Meistaradeild Evrópu í vikunni. Mikill hiti var í leiknum.

Savic fær spjald í leiknum í vikunni. Mynd/Getty

„Stefan Savic. Þetta er hótun. Ef ég hitti þig einhvern tímann mun ég drepa þig kuntan þín,“ skrifaði Gallagher.

Hann hefur nú eitt tístinu. Ljóst er að það er vegna harðra viðbragða sem það fékk.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir