6.2 C
Grindavik
23. júní, 2021

Lið Karólínu gerði jafntefli í toppslagnum – Hlín vann í Íslendingaslag

Skyldulesning

Bayern Munchen, lið Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, gerði jafntefli í toppslag þýsku Bundesligunnar í dag. Þá var Íslendingaslagur í Svíþjóð.

Karólína Lea sat allan leikinn á varamannabekk Bayern Munchen í 1-1 jaftefli gegn Wolfsburg. Bayern komst yfir á 34. mínútu með marki frá Sydney Lohmann. Wolfsburg jafnaði undir lok leiks með marki Ewa Pajor. Bayern er efst í deildinni með 55 stig. Wolfsburg er með 53 stig í öðru sæti. Bæði lið eiga tvo leiki eftir.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea í 1-0 sigri gegn Vaxjö. Hún fór þó af velli á 13. mínútu, væntanlega vegna meiðsla. Anam Imo skoraði eina mark leiksins. Andrea Mist Pálsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Vaxjö í leiknum. Pitea er með 3 stig eftir jafnmarga leiki. Vaxjö er aðeins með 1 stig eftir fjóra leiki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir