2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Liðsmenn Boko Haram myrtu að minnsta kosti 110 manns á laugardaginn

Skyldulesning

Liðsmenn Boko Haram, sem eru hryðjuverkasamtök öfgasinnaðra múslima, myrtu að minnsta kosti 110 manns í bænum Koshobe í Nígeríu á laugardaginn. Edward Kallon, yfirmaður mannúðarstarfs SÞ á svæðinu, segir að 110 manns hafi verið myrtir á hrottalegan hátt og fjöldi annarra hafi særst.

Voðaverkin áttu sér stað á laugardagsmorguninn. Fórnarlömbin voru landbúnaðarstarfsmenn, margir frá norðvesturhluta landsins en höfðu komið til Koshobe, sem er í norðausturhluta landsins, til að vinna.

Uppreisnarhópur, sem berst gegn íslömskum uppreisnarhópum, sagði á laugardaginn að liðsmenn Boko Harem hafi bundið fórnarlömbin og síðan skorið þau á háls.

Kallon sagði þetta vera „ofbeldisfyllstu árásina á saklausa óbreytta borgara á þessu ári“. Hann hvatti til þess að þeir sem stóðu á bak við níðingsverkið verði dregnir til ábyrgðar. Hann sagði jafnframt að tilkynningar hefðu borist um fjöldi kvenna hefði verið numinn á brott frá Koshobe.

Auk Boko Haram herjar annar hópur íslamskra öfgamanna á norðausturhluta Nígeríu, sá nefnist Iswap. Báðir hóparnir hafa í sívaxandi mæli ráðist á skógarhöggsmenn, hirðingja, sjómenn og aðra sem þeir saka um að stunda njósnir fyrir herinn og hópa sem berjast gegn þeim.

Talið er að 36.000 manns, hið minnsta, hafi látist í átökum hinna ýmsu uppreisnarhópa og stjórnarhersins í landinu síðustu 11 árin og tæplega tvær milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir