Lifði langt um efni fram og var leiddist ábyrgðin – Henti ungum börnum sínum lifandi fram af brú – DV

0
247

Í desember 2001 voru fiskimenn við veiðar í Oregonfylki þegar þeir sáu náhvítt lík fljóta nálægt bátnum. Þeir sáu strax að um barn var að ræða.

Fiskimennirnir flýttu sér í land og hringdu á lögreglu. Líkið reyndist vera af litlum dreng, 3 eða 4 ára og var hann í nærfötunum einum klæða. Það voru engir áverkar á líkinu og augljóst að vel hafði verið hugsað um barnið því hann var vel nærður, með snyrt hár og neglur og við krufningu kom i ljós að drengurinn hafði verið heilbrigðin uppmáluð fyrir dauðann.

Hann var nýlátin. 

Zachary, Madison og Sadie Longo. Denise stígur fram

Lögregla taldi að barnið hefði verið á gangi við vatnsbakkann, labbað út i vatnið og straumarnir gripið hann með þeim afleiðingum að hann drukknaði. Það var enga tilkynningu að finna um týnt barn en þar sem barnið var augljóslega mjög nýlega látið gerði lögregla ráð fyrir að tilkynningin kæmi á næstu klukkustundum. 

En enginn tilkynnti litla drenginn látinn. 

Lögregla tók þá málin í eigin hendur og þar sem um lítinn bæ var að ræða, Waldport, gengu lögreglumenn hús úr húsi og spurðu íbúa hvort þeir vissu eitthvað um týnt barn. Það voru einnig sett upp plaköt og Denise nokkur Thompson vissi strax um hvaða barn var að ræða: Zachery Longo.

Christian virtis ávallt vera ástríkur faðir. Denise sagði lögreglu að hún hefði unnið með föður drengsins, Christian Longo, á Starsbucks kaffihúsi. Hún sagði lögreglu að eiginkona Christians héti Mary Jane og ættu þau þrjú börn. Zacher var elstur, 4 ára, næst kom Sadie, 3 ára og yngst var litla Madison, aðeins ársgömul. Mary Jane var heimavinnandi húsmóðir.  

Hún bætti því við að þau væru afar virk í söfnuði Votta Jehóva, hefðu gifst ung og alltaf virkað afar hamingjusöm. 

Bænir, siglingar og púsl

Denise þekkt börnin vel því hún hafi oft passað fyrir Longo hjónin sem nutu þess að sigla og púsla í frístundum á milli þess sem þau mættu í guðsþjónustur. Höfðu þau verið gift í átta ár. 

Denise hafði unnið á sömu vöktum og Christian. Hann hafði trúað henni fyrir því að fjölskyldan ætti i miklum fjárhagserfiðleikum og eitt kvöldið sagði Christian sagt Denise að Mary Jane vildi skilnað og flytjja í burtu með börnin.

Christian mætti ekki á næstu vakt og gerði Denise ráð fyrir að hann væri að jafna sig eftir tíðindin, enda mikill fjölskyldumaður, og treysti sér ekki til starfa. En hann átti aldrei eftir að mæta framar.

Longo fjölskyldan virtist hin hamingjasamasta. Lögregla fékk áhuga á að vita hvar aðrir meðlimir Longo fjölskyldunnar væru. Af hverju hafði þessi umhyggjusami faðir ekki tilkynnt að sonur hans væri horfinn?

Fjölskyldan bjó í tveggja herbergi smáhýsi við vatnið en þar var engan að finna.

Svo virtist sem allar töskur, fatnaður og aðrar nauðsynjar væru enn í húsinu og benti ekkert til að Mary Jane hafði pakkað niður og farið. 

Lögregla hafði samband við manninn sem leigði Longo fjölskyldunni húsið og sagði hann að þau skulduðu margra mánaða leigu og hafði Christian logið að hann væri í mun betri vinnu en á Starbucks. 

Sadie litla

Það var talið tímabært að ræða við alríkislögregluna, FBI, sem þegar hóf víðtæka leit að fjölskyldunni og voru meira að segja kafarar sendir að í vatnið til að kanna hvort þar væri að finna fleiri meðlimi Longo fjölskyldunnar. 

Ekki leið á löngu þar til Sadie litla fannst. Hafði koddaver, fyllt af grjóti, verið bundið við ökkla hennar til að tryggja að líkið sykki. Rétt hjá liki Sadie fannst annað koddaver, einnig fullt af grjóti, og talið sennilegast að það hefði verið bundið við Zachary en losnað. 

FBI setti upp sérstakan upplýsingasíma og hvatti almenning að hringa ef þeir hefðu einhverjar upplýsingar um fjölskylduna. En það hringdu fáir. Þó hringdi maður sem hafði verið að aka yfir brúna nóttina sem talið er að börnunum hafi verið hent í ána. Sagðist hann hafa séð bíl sem hafði stöðvað á miðri brúnni og taldi að hugsanlega væri bíllinn bilaður. Stöðvaði hann bifreið sína og bauðst til að aðstoða. En maðurinn sagði ekkert vera að, bíllinn hefði ofhitnað, en væri að kólna og allt væri í besta lagi. 

Mary Jane með tvö barna þeirra hjóna. Maðurinn var beðinn um að lýsa manninum og passaði lýsingin nákvæmlega við Christian Longo.

Christian varð þegar efstur á lista grunaðra um morðin á börnunum og hóf lögregla að kanna fortíð hans. 

Lifði langt um efni fram

Hann var alinn upp af strantrúuðum Vottum í Michican fylki og kynntist Mary Jane á bænasamkomu. Þau gengu í hjónaband 1993. Mary Jane var19 ára, Christopher 25 ára. 

Hjúin voru ekki búin að vera lengi saman þegar að Christian hóf að stunda smáglæpi og spinna sífellt viðameiri lygavefi. Í fyrstu stal hann 100 dollurum úr vinnunni til að borga fyrir trúlofunarhring. Hann stal líka frá meðleigjendum sinum, sem einnig voru Vottar, en sá eftir öllu saman og endurgreiddi þeim. Þjófnaðurinn var aldrei tilkynntur lögreglu heldur ákváðu safnaðaröldungar þá refsingu að hjúin mættu ekki gifta sig í hátíðarsal Vottana heldur urðu að halda litla athöfn utan hans. 

Mary Jane virðist ekkert hafa vitað um glæpi manns síns. Ungu hjónin lifðu hátt, langt umfram það sem þau hefðu efni á, og var það Christian sem sá að mestu um eyðsluna. Smám saman hrönnuðust upp skuldirnar en það er ekki ljóst hvort að Mary Jane vissi hversu alvarlegt ástandið var. 

Christian og bróðir hans stofnuðu fyrirtæki sem sérhæfði sig í að þrífa upp byggingasvæði. Fyrirtækið gekk þokkalega en Christian náði engan vegin að þéna nógu vel til að viðhalda þeim lífsstíl sem hann hafði nú vanist. Hann sagði aftur á móti öllum að fyrirtækið mokaði inn fé og fékk jafnvel föður sinn til að fjárfesta allt sitt sparifé í fyrirtækinu. 

Spilaborgin hrynur

En spilaborg Christians var að hrynja og hóf hann að falsa ávísanir viðskiptavina sinna. 

Hjónin áttu nokkra bíla og þegar einn var tekinn vegna vangreiðslna stal Christian bil og gaf Mary Jane í stað þess sem tekinn var. 

Christian var búinn að spila sig út í horn og skipaði hann Mary Jane að pakka saman eigum þeirra, þau væri að flytja. Næstu mánuðina þvældist fjölskyldan á milli tjaldstæða og ódýrra mótela allt þar til þau voru allt í einu kominn til Oregon þar sem Christian fékk vinnu á Starbucs og leigði litla húsið. Hann sagði aftur á móti Mary Jane að hann væri i vel greiddri vinnu hjá símafyrirtæki og eins ólífsreynd, og hreinlega barnaleg, kona hans var, trúði hún hverju orði. 

Hann hélt áfram að kaupa bíla, dýr húsgögn og merkjavörufatnað sem hann greiddi með þjófnuðum og flakki á milli kreditkorta. 

Skuldir Christians voru nú orðnar himinháar og voru bankar og aðrir lánardrottnar farnir að ganga stift á eftir honum. 

Christian sagði lögreglu síðar að hann hefði frekar vilja sjá fjölskyldu sína í himnaríki en að lifa í fátækt, með hann hugsanlega í skuldafangelsi. 

Mary Jane og Madison

Þann 27. desember, átta dögum eftir að litli drengurinn fannst, fundu kafarar tvær ferðatöskur á borni vatnsins. Sást vel í sítt hár koma í gegnum op á töskunni. Í henni var að finna líkamsleifar Mary Jane. Hún var nakin og með augljóslega áverka á hálsi og hafði verið kyrkt. 

Í hinni töskunni var líkið af Madison litlu ásamt lóði, sem væntanlega átti að þyngja töskuna til að hún flyti ekki á yfirborðið. 

Christian Longo var þegar settur á lista FBI yfir 10 eftirlýstustu glæpamenn landsins.

Innan tveggja sólarhringa hringdu tveir einstaklingar inn með sömu söguna. Þeir voru staddir í Mexíkó, annar var kanadískur ferðamaður og hin mexíkóskur leiðsögumaður. Hafði leiðsögumaðurinn leitt hóp sem kafara og hafði Kanadamaðurinn verið einn af ferðamönnunum. Báðir voru þeir þess fullvissir um að Christian Longo hefði einnig verið í hópnum. 

Í samvinnu við þarlendu yfirvöld hóf lögregla að fylgjast með Christian sem nú kallaði sig Mike Finkel og kvaðst vera blaðamaður fyrir New York Times. Hann virtist lítið annað gera en að sofa fram á miðjan dag, þvælast á milli kráa og skemmtistaða fram á nótt og pikka upp kvenfólk sem hann fór með íbúð sem hann dvaldi í. 

Ljúfa lífið í Mexikó

Þann 14. janúar 2002 var Christian Longo handtekinn fyrir fjögur morð, á konu sinni og þremur börnum.

Hann var þá í sólskýli á ströndinni í Cancun, reykjandi jónu og drekkandi bjór með unga, og nakta, þýska stúlku sér við hlið. 

Flogið var með Christian norður yfir landamærin, réttað yfir honum, og hann dæmdur til dauða fyrir morðin á fjölskyldu sinni. 

Það liðu mörg ár þar til Christian Longo loksins sagði frá hvað gerst hafði, i bréfi sem hann sendi á blaðamann.

Mynd tekin af Christian njóta ljúfa lífsins í Mexíkó. Henti börnunum lifandi í ána

Sagðist hann hafa verið að njóta ásta með konu sinni þegar hann ákvað að hann vildi ekki, og gæti ekki, lifað þessu sama lífi lengur. Á mannamáli þá leiddist honum fjölskyldulífið og ábyrgðin sem því fylgdi. Hann vildi byrja upp á nýtt.

Hann kyrkti Mary Jane í miðjum samförum, fór þaðan yfir að vöggu Madison og kyrkti litla barnið líka til bana. 

Hann sagðist þá hafa verið svo fullur hryllings að hann treysti sér ekki í að myrða Zachery og Sadie á sama hátt. Setti hann lík Mary Jane og Madison í ferðatöskur og hugsaði hvernig hann gæti losnað við hin börnin án þess að beita of miklu ofbeldi. 

Christian Longo við réttarhöldin. Hann var dæmdur til dauða sem síðar var breytt i lífstíðarfangelsi. Hann vakti því næst börnin og sagði að þau væru að fara i bíltúr. Hann setti töskurnar með líkunum í skottið. Börnin voru eðlilega dauðþreytt, enda mið nótt, og sofnuðu í bílnum. Þegar að Christian kom að brúnni, þar sem vitnið sá til hans, hafði hann nýlokið við að henda ferðatöskunum út í. 

Hann setti grjót í koddaver sem hann hafði tekið með sér, batt við fætur sofandi barnanna, og henti þeim lifandi í ána. 

Christian Longo hefur aldrei tekið ábyrgð á gjörðum sínum heldur kennir hann narsissisma og öðrum geðröskunum um morðin. 

Dauðadóminum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi og mun Christian Longo aldrei fá frelsið.