Lífið með tvö leggöng – Auðveldara að aðskilja vinnu og einkalíf – DV

0
48

Evelyn Miller var orðin tvítug þegar hún uppgötvaði að hún er með sjaldgæfan fæðingargalla sem kallast „uterus didelphys“. Það felur í sér að hún er fædd með tvö leggöng, tvo leghálsa og tvö leg. Þetta ástand þýðir meðal annars að hún fer á tvennar blæðingar, í einu, og þarf að nota tvo túrtappa.

Evelyn er í dag 32 ára. Hún starfaði sem fylgdarkona í átta ár og segir að það hafi haft sinn kost að vera með tvö leggöng, þar sem það auðveldaði henni að setja skýrari mörk á milli vinnu og einkalífsins. DailyMail greinir frá.

Hún segir að mörgum viðskiptavinum hennar hafi þótt ástand hennar „ótrúlegt“ og þetta hefði verið hentugt fyrir úthaldið. Hún starfrækir núna sína eigin OnlyFans síðu og segist nota önnur leggöngin fyrir vinnu og hin fyrir einkalífið. Evelyn segir að hún eigi velgengni sína heilkenninu að þakka, bæði þegar hún starfaði sem fylgdarkona sem og nú þegar hún starfar sem klámstjarna. En þó hafi þetta vissulega einnig sína galla.

Hún þarf til dæmis að nota tvo túrtappa í einu þegar hún er á blæðingum, þegar hún fer í kynsjúkdómatjékk þá þarf að taka stroku úr báðum leggöngunum og það skiptir máli hvar kærasti hennar fær sáðlát.

Á tvö börn „Tæknilega séð þá gæti ég gengið með tvö börn á sama tíma ef ég vildi, en það yrði mjög erfitt fyrir líkama minn þannig ég hef þurft að passa mig varðandi þetta,“ segir hún.

Þar sem hún er með tvö leg er minna pláss í hvoru leginu fyrir sig,  en hjá konum sem eru með eitt leg. Hún eignaðist sitt fyrsta barn árið 2021 og sitt annað barn í fyrra. Bæði voru tekin með keisaraskurði.

„Ég eignaðist son minn á 37. viku í júní 2021. Heilbrigðan ungan dreng, en hann var um 2,5 kíló því stærð legsins hamlaði vöxt hans,“ segir hún.

Myndi ekki vilja breyta neinu Evelyn notar önnur leggöngin með kærasta sínum og hin fyrir vinnu. Hún segir að sér líður ekki eins og hún sé að halda framhjá þar sem „önnur leggöngin eru fyrir vinnu, hin fyrir leik.“

„Það er mikill munur á kynlífi, eftir leggöngum, ég er hrifnari af annarri hliðinni en það fer eftir stellingunni og typpinu á karlmanninum hvaða leggöng ég vel að hverju sinni. En að hafa tvö leggöng hefur gert kynlífið mitt mjög skemmtilegt. Við getum stundað kynlíf í öðru þeirra og sett kynlífsdót í hitt, það er alls konar sem ég get gert.“

Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika segist Evelyn ekki óska þess að vera bara með ein leggöng. „Að vera með tvö leggöng gerir kynlíf svo skemmtilegt og mér finnst líka mikilvægt að fagna öllum líkömum. Við erum öll svo ólík.“