4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Lífskjörin best í Noregi

Skyldulesning

Lífskjörin eru best í Noregi samkvæmt lífskjaravísitölunni HDI en þegar …

Lífskjörin eru best í Noregi samkvæmt lífskjaravísitölunni HDI en þegar hún er leiðrétt fyrir umhverfisáhrifum er Noregur í sextánda sæti og Ísland í því þrítugasta.

Sam­kvæmt nýrri lífs­kjara­vísi­tölu (HDI) Þró­un­ar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna er Nor­eg­ur í efsta sæti. List­inn er birt­ur á hverju ári og er lagt mat á lífs­gæði í 189 löndum. Ísland er nú í fjórða sæti.

Nor­eg­ur fær ein­kunn­ina 0,957 en Ísland 0,949 líkt og Hong Kong en Ísland deilir fjórða sætinu með Hong Kong.

Skýrsla Þró­un­ar­áætl­un­ar SÞ hef­ur verið gef­in út ár­lega frá ár­inu 1990 og þar er lagt mat á fjölda hag­stærða og annarra þátta, sem hafa áhrif á lífs­gæði í lönd­un­um.

Sviss er í öðru æti ásamt Írlandi og Þýskaland er í sjötta sæti. Svíþjóð er í sjöunda sæti og deila Holland og Ástralía áttunda sæti. Danmörk er í því 10 og aftast meðal Norðurlandanna er Finnland sem er í því ellefta.

Sjá nánar hér

Ísland í 30. sæti vegna umhverfisáhrifa

Nýtt í lífskjaraskýrslu Þró­un­ar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna er að einnig er birt röðun ríkja er HDI vísitalan er leiðrétt fyrir umhverfisáhrifum ríkjanna (PHDI). Við það breytist listinn mikið og fellur til að mynda Noregur úr fyrsta sæti í 16. sæti og Ísland hrynur niður 26 sæti úr fjórða í 30.

Olíu og gasframleiðlsa Norðmanna hefur líklega töluverð áhrif á staðsetningu …

Olíu og gasframleiðlsa Norðmanna hefur líklega töluverð áhrif á staðsetningu þeirra á PHDI listanum.

AFP

Mörg ríki falla þó nokkuð meira niður listann og fellur Singapúr niður 92 sæti vegna umhverfisáhrifa, Ástralía 72 sæti, Lúxemborg 131 sæti og Bandaríkin 45 sæti svo dæmi séu tekin.

Í efsta sæti í þessarar útgáfu listans trónir Írland og færist Sviss í annað sætið. Þá stekkur Bretland upp um tíu sæti í það þriðja, Danmörk fer upp um fimm í fimmta sæti, Svíþjóð upp um eitt í sjötta og Þýskaland niður um eitt í sjöunda. (Fjórða stendur autt).

Írara eru með hæstu lífskjaravísitöluna er leiðrétt er fyrir umhverfisáhrifum.

Írara eru með hæstu lífskjaravísitöluna er leiðrétt er fyrir umhverfisáhrifum.

DIMITAR DILKOFF

Hástökkvari listans þegar umhverfisáhrifin eru metin er Kosta Ríka sem hækkar um 37 sæti og endar í því 25. og hækkar Moldóva næst mest, um 36 sæti í það 54. úr 90. sæti. Þá hækkar Srí Lanka um 33 sæti og endar í 38. og Hvítarússland um 33 sæti og endar í því tuttugasta.

Innlendar Fréttir