5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Líkamsárás í kjölfar brottvísunar

Skyldulesning

Maður í annarlegu ástandi réðst á starfsmann veitingahúss í miðborginni (hverfi 101) á níunda tímanum í gærkvöldi en honum hafði verið vísað út af staðnum vegna brota á sóttvarnalögum. Veittist hann að starfsmanninum með höggum og spörkum. 

Manninum var í tökum er lögregla kom á vettvang og handtók manninn.  Þegar maðurinn var fluttur á lögreglustöð þá hótaði hann lögreglumönnum lífláti og sparkaði í einn lögreglumann.  Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Við vistun fundust fíkniefni hjá manninum.

Maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum (hverfi 107) síðdegis í gær grunaður um líkamsárás og þjófnað. Hann er vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Leigubílstjóri sem var  í vandræðum  með farþega á Seltjarnarnesi hafði samband við lögreglu í gærkvöldi en farþeginn gat ekki greitt fyrir aksturinn. 

Farþeginn var með varning meðferðis sem er talinn vera þýfi og var því haldlagður. Einnig fundust ætluð fíkniefni hjá farþeganum. Skýrsla rituð en engar kröfur voru frá leigubílstjóranum á hendur farþeganum að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Um átta í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í miðborginni (hverfi 101) en þar hafði tölvu verið stolið. Í nótt var síðan maður í annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti (hverfi 111)  grunaður um innbrot og þjófnað. Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir