Líkamsræktaraðstaðan mikið notuð á næstunni…
Þar sem áhöfn Júllans er að fara að spóka sig á sólarströndum í vor er búist við mikilli traffík á göngubrettinu og hjólinu fram í stefni…. Hafa menn á orði að það þurfi að koma upp tímapöntunarkerfi á græjurnar svo ekki verði yfirfullt. Má líka búast við að nóg verði að gera hjá Gutta gæli í nuddinu og verkefnastaðan hjá Gutta og Benna bjútí í hárgreiðslu og klippingu á næstunni hafi sjaldan verið betri…
Heyrst hefur að sú krafa hafi verið gerð á kokkana, þá Nonna og Pétur að hafa einungis hafraseyði, próteindrykki og kannski gulrót til að naga næstu túra til að allir líti sem best út á ströndinni…. En það er óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum….