6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Líkir Klopp við Ferguson

Skyldulesning

Jürgen Klopp er duglegur að kvarta í fjölmiðlum.

Jürgen Klopp er duglegur að kvarta í fjölmiðlum.

AFP

Gary Neville, fyrrverandi lærisveinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, líkir Jürgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool við gamla læriföður sinn. Neville segir Klopp beita sálfræðihernaði líkt og Ferguson gerði á sínum tíma.

Klopp er afar ósáttur við leikjaálag liðs síns og kvartar reglulega yfir því í viðtölum. Neville segir þetta vera sálfræðihernað sem minni hann á Ferguson.

„Ég held Klopp geti ekki mikið kvartað yfir leikjaálagi. Þegar þú ert stjóri sem sigrar ertu til í að gera allt sem þarf til að vinna. Helsta ógn Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eru meiðsli og Klopp er að reyna að komast í höfuðið á fólki. Alex Ferguson gerði þetta í 15 eða 16 ár,“ sagði Neville á Sky.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir