6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Líkleg byrjunarlið þegar Liverpool fer suður

Skyldulesning

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur gefist upp á því að tuða yfir álagi á lið sitt og annara í ensku úrvalsdeildinni. Klopp hefur síðustu vikur látið í sér heyra og kvartað undan álagi.

Hann hefur beint spjótum sínum að sjónvarpsstöðvunum sem fá að velja leiktíma, Liverpool mætir Brighton í hádeginu á morgun eftir leik í Meistaradeildinni á miðvikudag.

„Ég hef sagt mitt, hvað sem ég segi virðist það engu breyta. Ég er hættur að tala, þetta breytir engu. Ég er bara að eyða tíma í vitleysu,“ sagði Klopp.

Jordan Henderson gæti náð leiknum á morgun en líkleg byrjunarlið í leiknum eru hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir