-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi – Hálfgert varalið

Skyldulesning

Síðasti leikur Íslands undir stjórn Erik Hamren fer fram á morgun þegar íslenska liðið heimsækir England í Þjóðadeildinni.

Enskir fjölmiðlar eiga ekki von á öðru en að Gareth Southgate geri hressilegar breytingar á byrjunarliði sínu.

Líkt og Ísland hafa Englendingar að engu að keppa eftir tap gegn Belgum á sunnudag.

Independent telur að Southgate geri margar breytingar en Jordan Henderson og Raheem Sterling verða ekki með vegna meiðsla.

Hér að neðan er líklegt byrjunarlið Englands.

Líklegt byrjunarlið Englands: Pope; Walker, Keane, Mings; Maitland-Niles, Rice, Winks, Saka; Sancho, Foden; Calvert-Lewin

Innlendar Fréttir