2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum mikilvæga gegn Armeníu

Skyldulesning

A landslið karla mætir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag. Leikurinn fer fram í Yerevan og er þetta í fjórða sinn sem þessi lið mætast. Fyrstu viðureignirnar voru leikir í undankeppni EM 2020 þar sem liðin gerði markalaust jafntefli í Armeníu en ÍSland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli. Íslenska liðið hafnaði í 4. sæti riðilsins með 15 stig og fékk aðeins á sig 7 mörk í leikjunum tíu. Armenía hafnaði sæti neðar með 8 stig, en Frakkar, Úkraínumenn og Rússar voru í efstu þremur sætunum. Ísland og Armenía mættust svo aftur árið 2008 í vináttuleik á Möltu, þar sem íslenska liðið hafði betur og vann með tveimur mörkum gegn engu.

Í fyrstu umferð undankeppni HM beið Ísland lægri hlut gegn Þýskalandi í Duisburg, en Armenía vann eins marks sigur á Liechtenstein á Rheinpark í Vaduz. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í hörkuleik. Þjóðverjar, Rúmerar og Armenar eru því með 3 stig eftir fyrstu umferðina.

Íslenska liðið æfði á þjóðarleikvanginum í Yerevan í gær, laugardag. Líklegt byrjunarlið Íslands í dag má sjá hér að neðan.

Líklegt byrjunarlið:

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson


Ragnar Sigurðsson


Sverrir Ingi Ingason


Ari Freyr Skúlason

Aron Einar Gunnarsson

Jóhann Berg Guðmundsson


Guðlaugur Victor Pálsson


Birkir Bjarnason


Albert Guðmundsson

Jón Daði Böðvarsson

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir