8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Líkur á að frí­verslunar­samningur náist hverfandi

Skyldulesning

Erlent

Michel Barnier, sem fer fyrir teymi Evrópusambandsins í viðræðum við Bretland, í Lundúnum í vikunni.
Michel Barnier, sem fer fyrir teymi Evrópusambandsins í viðræðum við Bretland, í Lundúnum í vikunni.
Getty/Peter Summers

Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.

Að sögn heimildamannsins hefur samningsteymi Evrópusambandsins ákveðið að bæta við nýjum atriðum í samninginn „á síðustu stundu.“ Hann sagði þó að staðan gæti mögulega breyst á næstu dögum.

Fríverslunarsamningar sem nú eru í gildi renna út þann 31. desember næstkomandi en samningsnefndir hafa fundað linnulaust undanfarnar vikur. Báðar hliðar hafa sóst eftir að koma sínum sjónarmiðum inn í samninginn, sérstaklega í nokkrum meginatriðum. Helstu deiluatriði eru samkeppnislög og fiskveiðiheimildir.

Heimildamaður úr teymi Evrópusambandsins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að Evrópusambandið hafi ekki lagt fram neinar nýjar kröfur á samningsborðið.

Evrópusambandið og Bretland hafa átt í viðræðum um fríverslun síðan í mars en útgönguferli Breta hefst fyrir alvöru um áramótin.


Tengdar fréttir


Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn.


Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi að undirbúa sig fyrir að vera án fríverslunarsamnings við Evrópusambandið þann 1. janúar.


Samningurinn er milli Bretlands og Japans og er áætlað að viðskipti milli ríkjanna muni aukast um 15,2 milljarða punda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir