4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Líkur á lítilli lægð

Skyldulesning

Áfram suðaustlæg átt í dag og á morgun og væta annað slagið um landið sunnan og vestanvert en þurrt og jafnvel bjart NA-til. Hiti 6 til 12 stig.

„Á morgun er útlit fyrir svipað veður en þó hlýnar lítillega. Á sunnudaginn stefnir í að lítil lægð skjótist yfir landið með vætu í öllum landshlutum, en þegar líður á daginn snýst í norðanátt með kólnandi veðri fyrir norðan og léttir til sunnan heiða.

Á mánudag er líklegt að sólin láti sjá sig SV-lands með hita upp í 12 stig, en skýjað NA-til og hiti rétt yfir frostmarki,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og þurrt á Norður- og Austurlandi. Suðaustan 8-13 m/s og úrkomulítið um landið sunnan- og vestanvert, en fer að rigna síðdegis. Hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8 m/s og víða rigning með köflum. Norðan 5-10 seinnipartinn og styttir upp sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig, en kólnar fyrir norðan síðdegis.

Á mánudag:

Norðaustlæg átt 3-8 m/s. Skýjað og úrkomulítið norðaustan til á landinu og hiti 1 til 4 stig. Bjart að mestu sunnan- og vestanlands og hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt og rigning suðvestan- og vestanlands en þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 9 stig.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og lítilsháttar skúrir vestan til. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir breytilega átt og úrkomu í flestum landshlutum. Kólnar í veðri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir