Í nótt og á morgun, miðvikudag, verða til staðar aðstæður þar sem þrumur og eldingar geta myndast.
Þetta segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.
Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins hrukku upp við þrumur og eldingar síðustu nótt.
Myndast í éljaskýjum
Veðurspár eru ekki það nákvæmar að hægt sé að spá fyrir um hvort það komi elding en hægt er að segja til um aðstæðurnar sem þær geta myndast í.
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni eru kjörnar aðstæður fyrir eldingar að myndast þegar ískalt loft streymir yfir hlýjan sjó, þá verði loftið óstöðugt og mikið uppstreymi. Svo verða til stór éljaský en þar myndast eldingarnar.