2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Lineker vill banna skallabolta – „Veldur mér áhyggjum“

Skyldulesning

Gary Lineker, knattspyrnugoðsögn og núverandi umsjónarmaður Match of the Day, vill láta banna alla skallabolta á knattspyrnuæfingum á öllum aldursstigum.

Niðurstöður rannsókna sýna að knattspyrnumenn séu líklegri til þess að upplifa ýmis taugatengd vandamál eftir að ferli þeirra líkur heldur en annað fólk. Orsökin er meðal annars talin vera síendurteknir skallaboltar, höfuðhögg og heilahristingar.

„Það er engin ástæða til þess að vera skalla bolta á æfingu. Ég fór í marga skallabolta á mínum unglingsárum og það veldur mér áhyggjum núna,“ sagði Lineker í viðtali hjá The Telegraph.

Rannsókn University of Glasgow, hefur leitt það í ljós að atvinnumenn í knattspyrnu eru yfir þrisvar sinnum líklegri til að þjást af heilabilun og öðrum taugasjúkdómum eftir sinn feril. Þá eru knattspyrnumenn einnig fimm sinnum líklegri til þess að fá Alzheimer, fjórum sinnum líklegri til þess að fá MND-taugahörnunar sjúkdóminn og tvisvar sinnum líklegri til að greinast með Parkinson.

„Hættan fyrir mig stafar af öllum þessum skallaboltum á æfingum, ef ég fengi tækifæri til þess að hverfa aftur í tímann, þá myndi ég sleppa þeim skallaboltum,“ sagði Lineker.

Umræða um þessa hlið knattspyrnunnar skaust aftur upp á yfirborðið eftir að Sir Bobby Charlton, knattspyrnugoðsögn, greindist með heilabilun nýverið. Hann er fimmti leikmaðurinn úr heimsmeistaraliði englendinga frá árinu 1966, sem greinist með heilabilun.

Lineker á að baki farsælan knattspyrnuferil með liðum á borð við Leicester City, Barcelona og Tottenham. Hann lék einnig 80 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim 48 mörk.

Innlendar Fréttir