Um borð hjá okkur eru sem betur fer allavega 2 Leedsarar. Baaderinn og kokkurinn. Þeir hafa farið með veggjum og haft sig lítt í frammi síðan í gærkvöldi eftir að ónefnt lið yfirspilaði Leeds United og raðaði inn mörkunum.

„Þetta var bara skelfilegt….ég verð bara að viðurkenna það og það var hræðilegt að vera hér um borð þar sem hér eru alltof margir Púllarar. Mér líst ekkert á framhaldið hjá okkar mönnum en það þýðir ekkert að gráta Björn Bónda, heldur safna liði og vinna allt sem eftir er, þá reddast þetta“

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annað er bara vitleysa!“ sagði kokkurinn og læddist með veggjum og uppí brú til skipstjórans þar sem þeir sameinuðust í þjáningunni yfir svipuðum úrslitum á móti sama ónefnda liðinu!

En það er óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum!😁