4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Listin sem áskorun, klisjur eða eitthvað nýtt?

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Ljóðlistin rétt eins og aðrar bókmenntagreinar spratt upp úr goðafræðum mannættanna. Í upphafi var bara til goðafræði af ýmsum tegundum, hjá ýmsum þjóðflokkum. Goðafræðin kvíslaðist svo í allt hitt.

Enn þann dag í dag er því trúað að beztu ljóðin séu þau sem eru margræð, sem hægt er að læra af allt sitt líf, sem kenna manni helzt alltaf eitthvað nýtt. Sem sagt, að það sem standi á milli orðanna sé mikilvægara en það sem orðin ein og sér tjá.

Ég hef í raun aldrei ætlað mér að verða ljóðskáld eða að metnaður minn hafi stefnt í þá átt. Rétt eins og Megas, sem ég þekki, hef ég neyttðzt til að setja saman texta til að syngja við lögin mín, úr því að það áhugamál varð ríkjandi í lífi mínu þegar ég var unglingur að vilja verða poppari, sem aldrei tókst til fullnustu, vinsældarlega séð, að minnsta kosti.

Kannski eru flestir söngtextarnir mínir þannig sem ég hef samið, flatir og einfaldir eins og dagbókarfærslur.

Mér hefur þó lærzt með tímanum að hugsanlega kunni útgefnu kvæðin mín og söngtextarnir á tóndiskunum að vera dýrmætari en mér hafi fundizt í fyrstu.

Tökum til dæmis diskana mína um jafnréttið. Þar fjalla ég um ofbeldismenn jafnt og kröfur um rétttrúnað jöfnum höndum, enda finnst mér þetta tvennt óaðskiljanlegt.

Ég hef reynt í þessum textum að lýsa mannlífinu í nöturleika sínum og draga ekkert undan, enda hef ég dýrkað Megas svo mikið og Sverri Stormsker að þeir hafa verið lærimeistarar mínir.

Mér finnst allt of mikið um miðjumoð í þeirri ljóðlist sem mest er hampað. Vissulega hef ég notað alþýðumál og jafnvel talmál í sumum textum, en það hefur verið til að þjóna einhverjum sérstökum tilgangi.

Ég hélt að ég væri að nálgast fólk með því að syngja um þessa hluti, en ég hefði kannski átt að vera eins og hinir, að syngja innihaldslitla ástarþvælu, endurtaka sömu frasana og klisjurnar til að ná vinsældum, en mér fannst það bara ekki nógu spennandi. Mér fannst listin þurfa að vera áskorun, að gera eitthvað sem ekki hafði verið gert áður.

Mér þykir þó vænt um að nokkur lög hjá mér slógu í gegn, ef svo mætti segja, á tónleikum að minnsta kosti, þótt ekki hafi þeir fengið massífa útvarpsspilun nokkrusinni.

Lagið „Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ þótti og þykir enn einlægt, grípandi, fyndið, fáránlegt, heillandi og framandi í senn, og kannski eitthvað enn fleira.

Lagið „Adolf Hitler“ sló í gegn á tónleikum vegna þess að það þótti fallegt lag, og fólki þótti skrýtið að textinn skyldi varla innihalda neitt nema nafn þessa fræga manns. Ég þreytist þó aldrei á að segja sköpunarsögu þessa lags. Upphaflega var það samið sem „Jesús Kristur“ og átti að vera gospellag, en svo breytti ég því í „Helgi Pjeturss“ og loks í „Adolf Hitler“, til að forðast óþarfar klisjur, því mér fannst nóg komið af einföldu og auðskildu gospeli. Lagið breyttist þannig sama daginn og það var samið, í marz 2001.

Fleiri lög eftir mig hafa öðlazt vinsældir á tónleikum. „Engar umbúðir“ varð vel þekkt í Menntaskólanum í Kópavogi og sönglað þar af ýmsum. Textann samdi ég í Digranesskóla, eða í jólafríinu 1984 þegar mikill snjór var. Svo tók ég það upp á snældu, og notaði lítinn skemmtara til að semja lagið, en textinn kom á undan. Löngu seinna rokkaði ég lagið upp, hraðaði taktinum og gerði þetta að rokkslagara með gítarnum.

„Björgunarlagið“ samdi ég á nýjársdag 1986, rétt eftir að amma dó, og þá til að semja mig frá sorginni, finna eitthvað uppbyggilegt til að gleyma kringumstæðunum, og sársaukanum. Ég samdi marga texta á ritvél þennan morgun, og notaði svo gítarinn til að glamra á og semja lagið. Það var í hægari takti upprunalega, og ekki jafn fýsilegt og síðar varð.

„Sonnettuna“ samdi ég snemma árs 1990, og var þá að hugsa um Herdísi, (sem var nokkurskonar draumadís eða míusa, andagift mín sem skálds á þessum árum), enda sendi ég henni ljóðið síðar, og var vissulega að stæla Jónas Hallgrímsson og sonnettuna hans frægu, „Ég bið að heilsa“. Þegar ég heyrði þá félagana Bubba og Megas taka það lag afburðavel á plötunni „Bláir draumar“ frá 1988 fékk ég æði fyrir sonnettuforminu og fór að glíma við það mörg ár á eftir með misjöfnum árangri.

Ég held mikið upp á suma söngtexta mína sem ekki hafa öðlaðzt frægð. Mér finnst búa mikil dýpt í þessum grófu textu mínum um samskipti kynjanna, því í þeim reiðilestrum finnst mér búa þessi sannleikur sem ekki allir hafa tekizt á við í bókmenntum. Einungis með því að koma hryllingnum fram í dagsljósið í bókmenntum og listum getum við nálgazt skilning á honum, finnst mér.

Þetta lærði ég af Megasi og Sverri Stormsker. Þeir hafa svo oft litið á hina hliðina á málunum, sem flestum er hulin, eða sem fólk syngur síður um.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir