8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Lítið þarf til að hópsýkingar geti blossað upp aftur og valdið annari bylgju hér innanlands“

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hvetur landsmenn til að sýna stillingu yfir hátíðirnar og slaka ekki á einstaklingsbundnum sóttvörnum sem og að forðast hópamyndanir.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag.

Sagði hann að fréttir helgarinnar um hávaðaútköll hjá lögreglu sýna fram á að ekki séu allir að fara að tilmælum um hópamyndanir og veisluhöld.

„Slíkar samkomur hafa verið uppsprettan af þeim faraldri sem við höfum verið að fást við nú til þessa, eða alla vega ein af þeim uppsprettum“

Eins segir hann það áhyggjuefni hversu margir einstaklingar eru að ferðast til landsins til að verja hér jólunum, en það eru helst Íslendingar sem eru búsettir erlendis. Með því skapast hætta á nýjum smitum.

Fá nýgreind smit undanfarinna daga séu þó áhyggjuefni. En lítið þurfi út af að bregða til að faraldurinn fari aftur á flug.

„Hins vegar er ljóst að við erum að komast út úr þessari bylgju en lítið þarf til að hópsýkingar geti blossað upp aftur og valdið annari bylgju hér innanlands“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir