6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Litlar hópsýkingar bera faraldurinn uppi

Skyldulesning

„Allar þessar sýkingar eru hópsýkingar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

„Allar þessar sýkingar eru hópsýkingar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litlar hópsýkingar sem komið hafa upp á vinnustöðum, leikskólum, hjá fjölskyldum og víðar bera faraldur kórónuveiru nú uppi innanlands, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 16 innanlandssmit greindust í gær. 

„Samkvæmt þessum tölum er [faraldurinn] ekki á niðurleið. Það er línulegur vöxtur í þessu. Við erum náttúrulega að horfa á eitthvað sem gerðist fyrir um það bil viku,“ segir Þórólfur og á þá við að smitin sem nú greinist eigi upptök sín í sýkingum sem komu upp fyrir um viku síðan. 

Þórólfur segir að smitin sem nú séu að koma upp tengist litlum hópsýkingum. 

„Allar þessar sýkingar eru hópsýkingar. Þetta kemur upp innan sem utan fjölskyldna, á vinnustöðum, í einhverjum hópum sem fólk hittist þannig að þessi veirusýking samanstendur af litlum hópsýkingum. Það er það sem heldur þessu gangandi,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Þannig að ég vona að þetta sé ekkert mikið víðar en auðvitað getur þetta leynst víða og komið upp í raun og veru hvar sem er, þannig séð.“

Væri mjög slæmt að herða

Hafa engar stærri hópsýkingar komið upp undanfarið?

„Engar þannig stórar en þó þokkalega, þetta eru vinnustaðir, leikskólar, fjölskyldur og þvíumlíkt sem bera þetta uppi.“

Þórólfur telur ekki þörf á strangari takmörkunum til að halda faraldrinum í skefjum. 

„Ef það ætti að fara í einhverjar strangari takmarkanir þá þyrfti bara að loka fólk inni, það væru mjög drastískar aðgerðir. Ég held að við þurfum ekki að grípa til þeirra eins og staðan er núna, það væri mjög slæmt. Ef menn eru eitthvað að kvarta yfir því að fólk fari ekki eftir tilmælum sem nú eru í gangi, sem ég veit svo sem ekki hvort sé rétt, er ég ekkert viss um að við náum betri samstöðu hjá fólki ef allt verðu lokað því það verður mjög erfitt að framfylgja því á lögmætan máta.“

Er útlit fyrir að þú munir leggja til vægari aðgerðir utan borgarinnar, eins og þú minntist á í viðbót við minnisblað vegna sóttvarnaaðgerða? 

„Það á bara eftir að koma í ljós vegna þess að þetta er bara í gangi eins og staðan er. Ég held þó að það sé alveg hægt. Við höfum gert það áður, þegar það komu upp svona sýkingar í Bolungarvík, Vestmannaeyjum og á Ísafirði þá voru harðari aðgerðir þar, við notuðum þetta líka þegar var meira um að vera hérna á höfuðborgarsvæðinu svo það getur alveg komið til greina að gera eitthvað slíkt í framhaldinu,“ segir Þórólfur. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir