Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti – Vísir

0
27

Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Umrædd innköllun á einungis við um ákveðnar framleiðslulotur af Click Mix, Stjerne Mix og Sutter Skum frá Haribo. Innköllunin varðar Click Mix í 120 gramma pokum sem er best fyrir dagsetningarnar 04/2024 og 05/2025, Stjerne Mix í 275 gramma pokum sem er best fyrir dagsetningu 03/2024 og Sutter Skum í 100 gramma pokum sem er best fyrir 01/2024.

Innflytjandi sælgætisins er Danól ehf. sem staðsett er í Fosshálsi 25, 110 Reykjavík. Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í þá verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Vörunum var dreift í eftirfarandi verslanir: Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, Heimkaup, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin Extra, Melabúðin, Verslunin Álfheimar ehf, Kaupfélag Skagfirðinga og Corner shop.