-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Litlir skammtar kalla ekki á sértækar aðgerðir

Skyldulesning

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

mbl.is

Þeir 10 þúsund skammtar af bóluefni sem ráðgert er að flytja til landsins þann 28. desember kalla ekki á neinar sértækar flutningaaðgerðir að sögn Gunnars Márs Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo.

Muni fyrirtækið annast flutning þeirra 10 þúsund skammta sem von er á, færi hann í hefðbundið ferli, en Gunnar segir það þó reiðubúið að gera þær ráðstafanir sem þörf er á.

„Við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum ef til stendur að flytja meira magn,“ segir hann, en útlit er fyrir að svo verði ekki. Fyrirtækið hefur ekki samið um flutninga enda kallar magnið ekki á slíkt.

„Ef við tökum Pfizer sem dæmi þá eru 1.000 skammtar í 40 kg. kössum, svo ef þetta eru 10.000 skammtar þá eru það 10 kassar. Það kallar ekki á neitt sértækt, þá fer þetta bara inn í flutningskerfið,“ útskýrir Gunnar. Þetta gildir þrátt fyrir að efnið þurfi að geymast við 80 gráðu frost.

„Mér finnst líklegt, miðað við þær fréttir sem maður hefur heyrt, að þetta fari með öllum mögulegum flutningsleiðum til landsins,“ segir Gunnar. 

Ursula von der Leyen, framkvæmdastýra Evrópusambandsins, átti samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fullvissaði hana um að nægt bóluefni yrði tryggt fyrir Ísland en ekki er orðið ljóst hversu fljótt það berst til landsins.

Innlendar Fréttir