4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Lítur ekki út eins og mark­­maður og hefur þroskast mikið síðan hann spilaði í Víkinni | Mynd­band

Skyldulesning

Frammistaða hins unga Caoimhin Kelleher, markvarðar Liverpool, var til umræðu eftir 1-0 sigur Liverpool á Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær. Fékk hann traustið fram yfir hinn reynda Adrian.

Hinn 22 ára gamli Kelleher hafði aðeins leikið einn leik með aðalliði Liverpool þegar kom að leiknum í gær. Hann hefur aldrei farið á lán í neðri deildir Englands og þekkist þar.

Hann hefur hins vegar leikið fyrir yngri landslið Írlands og mætti til að mynda íslenska landsliðinu í Víkinni á síðasta ári. Þar sá Bjarni Guðjónsson, einn af sérfræðingum Meistaradeildarmessuna hann spila.

„Það er mikið erfiðara að spila í Víkinni, í miklum kulda,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi kíminn. „Það er hárrétt. Hann í raun og veru gerir allt sem hann á að gera í þessum leik, það er ver allt sem hann á að verja raunverulega,“ svaraði Bjarni um hæl.

„Þetta er besta varslan hans. Frábærlega varið,“ sagði Hjörvar Hafliðason um markvörslu Kelleher undir lok leiks þegar hann varði skalla af mjög stuttu færi.

„Hann lítur ekki út eins og markmaður en hann átti frábæran leik. Ætli hann verði ekki í markinu um helgina þegar þeir mæta Úlfunum,“ sagði Hjörvar að lokum.

Umræðuna ásamt markvörslum Kelleher má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Kelleher fór á kostum í marki Liverpool

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir