2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Liverpool á toppinn eftir tíunda sigurinn í röð

Skyldulesning

Fabinho gulltryggir 2:0-sigur Liverpool.

Fabinho gulltryggir 2:0-sigur Liverpool. AFP/Paul Ellis

Liverpool er komið upp í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Watford í dag. Liverpool hefur oft spilað betur, en þokkaleg frammistaða dugði til að ná í stigin þrjú.

Liverpool er nú með 72 stig, tveimur stigum meira en Manchester City sem leikur við Burnley klukkan 14.

Watford byrjaði vel og var líklegra til að skora fyrsta markið framan af í fyrri hálfleik. Juraj Kucka fékk dauðafæri á 22. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Alisson í marki Liverpool varði vel.

Strax í næstu sókn var Liverpool búið að skora fyrsta markið þegar Joe Gomez sendi fyrir markið á kollinn á Diogo Jota sem skallaði í netið af stuttu færi og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Liverpool fékk nokkuð góð skallafæri í seinni hálfleik en Diogo Jota og Virgil van Dijk hittu ekki markið til skiptis. Virtist Liverpool ætla að láta eitt mark nægja þegar Diogo Jota fór niður innan teigs eftir horn og víti dæmt. Varamaðurinn Fabinho fór á punktinn, skoraði af öryggi og tryggði Liverpool sigurinn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir