4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Liverpool fer á Villa Park

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Jürgen Klopp og Mohamed Salah fá krefjandi verkefni í 3. …

Jürgen Klopp og Mohamed Salah fá krefjandi verkefni í 3. umferð.

AFP

Liverpool dróst á móti úrvalsdeildarliðinu Aston Villa á útivelli þegar dregið var til 3. umferðar ensku bikarkeppninnar í kvöld. 

Viðureign liðanna er líklega sú stærsta í umferðinni og afar áhugaverð, ekki síst fyrir þær sakir að Aston Villa vann óvæntan stórsigur á Englandsmeisturunum, 7:2, á Villa Park í haust. Á þessu stigi keppninnar koma úrvalsdeildarliðin inn. Úrvalsdeildarliðin Arsenal og Newcastle drógust einnig saman. 

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hjá Everton taka á móti Rotherham og Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar í Burnley fengu heimaleik gegn MK Dons. 

Utandeildarlið Marine fær Jose Mourinho og Tottenham í heimsókn sem verður athyglisverð viðureign en Marine leikur í raun í 8. deild. Aðeins einu sinni áður hefur lið úr þeirri deild komist í 3. umferð keppninnar. 

Chelsa fær Morecambe í heimsókn en liðið leikur í d-deildinni. 

Manchester United tekur á móti Watford og Manchester City á móti Birmingham. 

3. umferð FA bikarkeppninnar: 

Huddersfield Town – Plymouth Argyle

Southampton – Shrewsbury Town

Chorley – Derby County

Marine – Tottenham Hotspur

Wolverhampton Wanderers – Crystal Palace

Stockport County – West Ham United

Oldham Athletic – Bournemouth

Manchester United – Watford

Stevenage – Swansea

Everton – Rotherham

Nottingham Forest – Cardiff

Arsenal – Newcastle

Barnsley – Tranmere Rovers

Bristol Rovers – Sheffield United

Canvey Island/Boreham Wood – Millwall

Blackburn Rovers – Doncaster

Stoke City – Leicester

Wycombe – Preston

Crawley – Leeds

Burnley – MK Dons

Bristol City – Portsmouth

QPR – Fulham

Aston Villa – Liverpool

Brentford – Middlesbrough

Manchester City – Birmingham

Luton – Reading

Chelsea – Morecambe

Exeter – Sheffield Wednesday

Norwich – Coventry

Blackpool – West Brom

Newport County – Brighton

Cheltenham – Mansfield

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir