2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Liverpool gekk frá Arsenal í seinni

Skyldulesning

Leikmenn Liverpool fagna vel og innilega í kvöld.

Leikmenn Liverpool fagna vel og innilega í kvöld. AFP

Liverpool vann sinn níunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld er liðið heimsótti Arsenal og fagnaði 2:0-sigri. Komu bæði mörkin í seinni hálfleik.

Arsenal var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og gekk Liverpool illa að halda boltanum innan síns liðs. Á sama tíma lék Arsenal boltanum vel á milli sín og komst nokkrum sinnum í hættulegar stöður. Illa gekk þó að reyna á Alisson í marki Liverpool var staðan í leikhléi því markalaus.

Arsenal fékk afar gott færi til að skora fyrsta markið snemma í seinni hálfleik þegar Normaðurinn Martin Ödegaard slapp einn í gegn. Alisson í marki Liverpool varði glæsilega frá honum og aðeins örfáum mínútum síðar var Liverpool komið yfir.

Thiago átti þá sendingu fram völlinn á Diogo Jota sem skoraði með föstu skoti á nærstöngina. Aaron Ramsdale í marki Arsenal var í boltanum en tókst ekki að koma honum frá marki og skrifast markið að einhverju leyti á markvörðinn.

Liverpool var komið á bragðið og átta mínútum síðar bætti varamaðurinn Roberto Firmino við öðru markinu eftir sendingu frá Andrew Robertson og þar við sat. Gabriel Martinelli fékk gott færi til að minnka muninn fyrir Arsenal undir lokin en hann setti boltann framhjá, einn gegn Alisson.

Liverpool er áfram í öðru sæti en nú með 69 stig, aðeins einu stigi á eftir toppliði Manchester City. Arsenal er áfram í fjórða sæti með 51 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir