Liverpool hefur 12 leiki til að bæta upp fyrir tímabilið – ,,Það er svo sárt“ – DV

0
91

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, viðurkennir að gengi liðsins á tímabilinu hafi ekki verið nægilega gott og það skiljanlega.

Liverpool á enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti á Englandi en liðið er sjö stigum á eftir Tottenham þegar 12 leikir eru eftir.

Liðið á ekki möguleika á titli á þessu tímabili og heimtar Skotinn betri árangur á næsta tímabili.

,,Við erum að fara inn í apríl og að vera ekki í Meistaradeildinni, FA Bikarnum eða deildabikarnum og ekki í titilbaráttu – það er svo sárt. Það er ekki staða sem við viljum vera í,“ sagði Robertson.

,,Við erum úr leik í hverri einustu keppni en við teljum okkur vera lið sem getur verið keppnishæft í þeim öllum. Við þurfum að komast á betri stað á næstu leiktíð.“

,,Við þurfum að ná topp fjórum og við höfum 12 leiki til að laga það – við erum ákveðnir í að gera allt sem við getum í þessum 12 leikjum.“

Enski boltinn á 433 er í boði