-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Liverpool hefur engan áhuga á að selja Salah

Skyldulesning

Umræður um framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool eru í fullum gangi og hafa verið síðustu daga, Salah lét hafa eftir sér á dögunum að hann hefði mögulega áhuga á að spila fyrir Real Madrid eða Barcelona.

Síðan þá hefur vinur hans stigið fram og sagt að Salah sé í raun ósáttur í herbúðum Liverpool. „Ég hringdi í Salah og spurði hann um stöðuna hjá Liverpool, og hann er ósáttur. Hann lætur það samt ekki hafa áhrif á frammistöðu sína,“ sagði Mohamed Aboutrika vinur Salah og fyrrum samherji í landsliði Egyptalands..

„Ég veit að Salah er ósáttur hjá Liverpool, hann sagði mér ástæður þess en það er leyndarmál. Ég get ekki rætt ástæðurnar.“

Salah hefur verið jafn besti leikmaður Liverpool síðustu ár en samningur hans rennur út sumarið 2023. Liverpool er því ekki undir neinni pressu að selja hann, ensk blöð segja einnig að félagið hafi engan áhuga á að selja hann.

Liverpool gæti hins vegar skoðað málið næsta sumar ef Salah vill ekki skrifa undir nýjan samning, með því gæti félagið hámarkað það verð sem félagið getur fengið fyrir Salah sem fagnar 29 ára afmæli sínu á næsta ári.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir