liverpool-horfir-til-stjornu-leeds

Liverpool horfir til stjörnu Leeds

Liverpool er enn með augastað á Raphinha, vængmanni Leeds, þrátt fyrir komu Luiz Diaz til til félagsins frá Porto í janúarglugganum. The Athletic segir frá þessu.

Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig vel á þessari leiktíð. Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp tvö fyrir Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Brasilíumaðurinn hefur verið orðaður við stærri lið undanfarið.

Diaz spilar, líkt og Raphinha, úti á vængnum. Hann var fenginn til Liverpool til að auka breiddina fram á við, þar sem fyrir eru leikmenn á borð við Mohamed Salah, Sadio Mane, Roberto Firmino og Diogo Jota.

Salah, Mane og Firmino renna þó allir út á samning eftir næstu leiktíð. Gæti Liverpool því horft til framtíðar.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: