8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Liverpool með stórsigur gegn Wolves

Skyldulesning

Liverpool tók á móti Wolves í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool sigraði leikinn með fjórum mörkum gegn engu.

Fyrsta mark leiksins skoraði Mohamed Salah á 24. mínútu. Þetta var hans níunda mark á leiktíðinni. Á 58. mínútu jók Georginio Wijnaldum muninn í 2-0 með skoti fyrir utan teig. Joël Matip bætti þriðja marki Liverpool við á 67. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Mohamed Salah.

Fjórða og síðasta mark leiksins var sjálfsmark hjá Wolves. Nélson Semedo skoraði sjálfsmarkið á 78. mínútu.

Liverpool eru í öðru sæti með 24 stig eins og Tottenham sem eru á toppnum vegna betri markatölu. Wolves eru í tíunda sæti með 17 stig.

Liverpool 4 – 0 Wolverhampton Wanderers


1-0 Mohamed Salah (24′)


2-0 Georginio Wijnaldum (58′)


3-0 Joël Matip (67′)


4-0 Nélson Semedo (78′)(Sjálfsmark)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir