6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Liverpool og United mætast í dag

Skyldulesning

Harvey Elliott er í byrjunarliði Liverpool í dag en hann …

Harvey Elliott er í byrjunarliði Liverpool í dag en hann var meiddur stóran part af síðasta tímabili. Manan Vatsyayana/AFP

Ensku knattspyrnuliðin Liverpool og Manchester United mætast í dag í Bangkok í Taílandi þar sem liðin eru stödd í æfingaferð. Tveir leikmenn sem Liverpool fékk í leikmannaglugganum, þeir Fabio Carvalho og Darwin Nunez eru í hópnum. Þetta er fyrsti leikur Erik ten Hag sem knattspyrnustjóri United.

Manchester United hefur fengið einn leikmann í viðbót frá síðasta tímabili og það er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia svo hópurinn er svipaður og þegar liðin mættust í vetur. Nema í hópinn vantar stórstjörnuna og markahæsta leikmann liðsins síðasta tímabil, Cristiano Ronaldo og enn er óvíst hvort hann verði hjá United á tímabilinu.

Paul Pogba er einn af þeim sem yfirgaf félagið en hann gekk aftur í raðir Juventus. Samningar framherjana Edinson Cavani og Jessie Lingard runnu út í sumar en þeir eru eins og staðan er núna án félags.

Erik ten Hag sagði fyrir leikinn: „Við erum rétt að byrja, sumir leikmenn hafa einungis verið að æfa núna í eina viku og núna verðum við að byggja upp lið og leikstíl. Við erum komin stutt inn í tímabilið. Við höfum áorkað eitthvað en við verðum að þróasat mun meira. Manchester United fer í alla leiki til þess að vinna þá og við munum byrja með það í huga.“

Sadio Mané, Divock Origi og Takumi Minamino eru þrír leikmenn sem voru í leikmannahópi Liverpool í síðustu tveim leikjum sem liðin mættust en þeir hafa nú yfirgefið félagið en Fabio Carvalho og Darwin Núnez hafa komið og er Carvalho í byrjunarliði.

Úrslit leikjanna á síðastatímabili voru 5:0 fyrir Liverpool þegar liðin mættust á Old Trafford og 4:0 fyrir Liverpool þegar liðin mættust á Anfield og Sadio Mané skoraði lokamarkið í seinni leiknum.

Byrjunarliðið hjá bæði Liverpool og United fyrir leikinn voru tilkynnt á Twittersíðum liðana:

Liverpool spilar í nýjum varabúningi sínum sem var sýndur fyrst á samfélagsmiðlum í dag:

Fyrsta byrjunarlið Manchester United undir stjórn Erik ten Hag og endurkoma kragans á búning þeirra:

Afmælisstrákur dagsins Luke Shaw byrjar í vinstri bakvarðarstöðunni fram yfir Tyrell Malacia.

Mikið af stuðningsmönnum mæta á leikinn fyrir bæði lið í Taílandi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir