Liverpool sagt leiða kapphlaupið um ungstirni sem vakið hefur athygli – DV

0
175

Liverpool leiðir kapphlaupið um 15 ára undrabarnið Mason Melia sem mörg af stærstu félögum Evrópu hafa haft áhuga á.

Liverpool er með mikið af efnilegum piltum og nægir þar að nefna Harvey Elliott, Fabio Carvalho, Stefan Bajcetic, Ben Doak og Bobby Clark sem allir hafa spilað á þessu tímabili.

Melia er 15 ára gamall sóknarmaður sem er byrjaður að spila í efstu deild á Írlandi með St Patrick’s Athletic.

Hann er bæði yngsti leikmaðurinn og yngsti maðurinn til að skora mark fyrir St Patrick’s Athletic í úrvalsdeildinni þar.

Sagt er að Liverpool sé búið að fylgjast náið með honum og muni líklega láta til skara skríða í sumar og klófesta hann.

Enski boltinn á 433 er í boði