Liver­pool stjarnan fagnaði EM sætinu með því að skála í stúkunni – Vísir

0
8

Fótbolti

Liver­pool stjarnan fagnaði EM sætinu með því að skála í stúkunni Dominik Szoboszlai fagnar hér mörkum sínum og sigri í Búdapest í gær. EPA-EFE/Tamas Kovacs Dominik Szoboszlai átti flottan leik í gær þegar Ungverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM en þeir höfðu þremur dögum fyrr tryggt sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar.

Liverpool leikmaðurinn skoraði tvívegis í leiknum en hann er fyrirliði ungverska landsliðsins.

Ungverjar unnu þarna 3-1 sigur á Svartfjallalandi á Puskás Aréna í Búdapest. Szoboszlai skoraði mörkin sín með tveggja mínútna milli í seinni hálfleiknum eða á 66. og 68. mínútu. Hann kom þá Ungverjum yfir í 2-1 eftir að Svartfellingar höfðu komist í 1-0 í fyrri hálfleiknum.

Eftir leikinn þá hoppaði Szoboszlai síðan upp í stúku og fagnaði með stuðningsfólkinu. Hann fékk sér meðal annars skot af palinka drykknum og söng sigursöngva með stuðningsmönnunum.

Liverpool keypti Szoboszlai frá RB Leipzig í sumar og þykir þetta hjá mörgum vera ein bestu kaup sumarsins í ensku úrvalsdeildinni.

Szoboszlai hefur spilað vel á miðju Liverpool liðsins en þó aðeins kominn með eitt mark í tólf fyrstu leikjum sínum í deildinni. Hann hefur gefið tvær stoðsendingar og er síðan með eitt mark í enska deildabikarnum.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið