0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Liverpool tilbúið að hækka laun hans um 5 milljónir á viku en óvíst er hvort það heilli

Skyldulesning

Georginio Wijnaldum er enn að íhuga það alvarlega að fara frá Liverpool þrátt fyrir að félagið sé búið að bjóða honum nýjan og betri samning.

Hollenski miðjumaðurinn þénar í dag um 75 þúsund pund á viku en samkvæmt fréttum hefur Liverpool boðið honum 105 þúsund pund á viku og þriggja ára samning.

Þessi þrítugi hollenski miðjumaður skoðar hins vegar aðra kosti en Barcelona hafði mikinn áhuga á honum í sumar, þá er Inter tilbúið að fá hann.

Samningur Wijnaldum við Liverpool er á enda næsta sumar og gæti hann farið frítt frá félaginu. „Þið verðið að spyrja Liverpool. Svara þeir þessu ekki?,“ sagði Wijnaldum við fréttamenn í Hollandi nú þegar hann er í landsliðsverkefni.

„Ég get ekkert sagt, ég get ekkert rætt um það hvort það séu viðræður um nýjan samning. Því miður.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir