0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Liverpool vann öruggan sigur á Leicester City

Skyldulesning

Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Leicester City í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Anfield í Liverpool.

Liverpool komst yfir í leiknum á 21. mínútu þegar Jonny Evans, leikmaður Leicester, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Diogo Jota tvöfaldaði forystu Liverpool með marki á 41. mínútu eftir stoðsendingu frá Andrew Robertson.

Það var síðan Roberto Firmino sem innsiglaði 3-0 sigur Liverpool með marki á 86. mínútu.

Sigurinn færir Liverpool upp í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 9 leiki. Leicester City er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig.

Liverpool 3 – 0 Leicester City 


1-0 Jonny Evans (’21, sjálfsmark)


2-0 Diogo Jota (’41)


3-0 Roberto Firmino (’86)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir