Ljónheppinn gullgrafari – Fann 2,6 kílóa klump – DV

0
107

Það er óhætt að segja að ástralskur áhugamaður um gullleit hafi verið ljónheppinn nýlega þegar hann fann stein sem vegur 4,6 kíló. Í honum er gull sem vegur 2,6 kíló. CNN segir að hann hafi fundið gullklumpinn í Victoria ríki. Hann tók klumpinn með heim en ákvað síðan að fara með hann til gullkaupmanns sem trúði varla eigin augum þegar hann sá klumpinn góða.

„Þegar ég fékk steininn í hendurnar, missti ég andlitið. Þetta er bara ótrúlegt. Svona fund upplifir maður bara einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði gullkaupmaðurinn Darren Kamp í samtali við CNN.

Hann hefur stundað viðskipti með gull í 43 ár og hafði aldrei séð stein af þessari stærð áður.

Lucky Strike Nugget

Here with watch placed on top for scale is 2.6 kilograms of gold in a 4.6 kilogram nugget specimen. A lucky strike for an amateur prospector who found this last month in central Victoria.#luckystrike #gold #nugget #minelab #equinox800 #victoria, #yema #watch pic.twitter.com/cZ5n2Qup44

— Robert Rath (@robertrath) April 5, 2023

CNN segir að finnandi fái væntanlega sem svarar til um 22 milljóna íslenskra króna fyrir gullið, það er að segja ef hann selur það.