Einn er sá maður hér um borð, Kjartan Arnarson,  auknefndur Loðni sökum þess hve loðinn hann er að sjálfsögðu, sem hefur verið hér lengi og yfirleitt á stýrimannsvaktinni.

Nú vildi svo til að í þessum túr var hann færður yfir á bátsmannsvaktina og var hann ekki mjög kátur með það. Honum fannst að átrúnaðargoðið sitt Brynjólfur hafa brugðist sér og var miður kátur, eiginlega bæði reiður og sár eins og myndin sýnir er fylgir þessari frétt.
“Ekki nóg með að manni er skúbbað yfir á hina vaktina, heldur fæ ég ekki einu sinni að vera með í vindlaklúbbnum!”
Loðni var orðinn fjúkandi reiður og sendi blm illt augnaráð (eins og myndin sýnir) og var það til þess að blm var fljótur að láta sig hverfa….

En myndin segir það sem ósagt er og….
það er óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum 🙂