6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Lofar því að breyta nafninu á vellinum til heiðurs Messi verði hann næsti forseti

Skyldulesning

Emili Rousaud sem býður sig fram til forseta Barcelona á næsta ári hefur lofað því að breyta nafninu á heimavelli félagsins, nái hann kjöri.

Rousaud vill að völlurinn verði nefndur í höfuðið á Lionel Messi, sem líklega er besti leikmaður í sögu Börsunga.

Josep Maria Bartomeu lét af störfum á dögunum en hann og LIonel Messi áttu ekki gott samband, félagið er illa statt fjárhagslega og er mikil spenna fyrir komandi kosningum.

„Þrátt fyrir að samningur hans sé á enda, þá er Messi hluti af nútíðinni og sögu Barcelona. Ég mun leggja það fram að völlur okkar verði nefndur Camp Nou Leo Messi,“ sagði Rousaud.

Völlurinn heitir í dag Camp Nou en nafn Messi gæti bæst við aftan það á næsta ári en kjörið fer fram í janúar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir