8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Lofar því að Messi verði áfram ef hann verður kjörinn forseti

Skyldulesning

Jordi Farre stjórnarmaður hjá Barcelona bíður sig fram til forseta Barcelona en starfið er laust og verður kosið á nýju ári.

Josep Maria Bartomeu lét af störfum forseta á dögunum vegna óánægju með hans störf en Börsungar eru illa staddir fjárhagslega.

Farre hefur lofað því að Lionel Messi verði áfram í herbúðum félagsins nái hann kjöri. Samningur Messi er á enda næsta sumar en hann vildi fara frá Barcelona í sumar.

Messi þénar 500 þúsund pund á viku hjá Barcelona og gæti félagið þurft að lækka laun hans. „Ef ég verð kjörinn forseti þá skrifar Messi undir nýjan samning degi síðar. Hann er besti leikmaðurinn í sögu félagsins og við verðum að smíða spennandi verkefni fyrir hann,“ sagði Farre.

„Við verðum að kveikja í honum, degi eftir að ég næ kjöri þá vonast ég til að hann skrifi undir.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir