6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Lofsyngja Donny sem loks fékk tækifæri

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Manchester United vann góðan 4-1 sigur á Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í gær og er liðið með níu stig þegar fjórir leikir eru búnir. United dugar að gera jafntefli við PSG eða RB Leipzig í síðustu tveimur leikjum sínum til að fara áfram.

Donny van de Beek var að byrja sinn fyrsta alvöru leik fyrir félagið og var á miðri miðjunni með Fred. Frammistaða hans hefur vakið athygli en margir hafa kallað eftir því að hollenski miðjumaðurinn fái tækifæri.

Van de Beek kom til United frá Ajax í sumar fyrir 40 milljónir punda. „Ég var mjög hrifin af þessu, þú borgar 40 milljónir punda fyrir leikmann og þú vilt sjá meira en bara örfáar mínútur í leik af honum,“ sagði Rio Ferdinand á BT Sport eftir leikinn.

„Hann er einn af þeim leikmönnum í hópnum sem er sáttur með að spila einnar snertingar fótbolta, tvær snertingar og hafa þetta einfalt. Hann fórnar eigin leik til þess að hjálpa öðrum að blómstra.“

„Í öllum frábærum liðum þarftu leikmanns em spilar svona, hann lætur aðra fá sviðsljósið og liðið spilar betur.“

Paul Scholes sem þekkir þá snilli að spila á miðsvæðinu var einnig sáttur. „Margar af þessum snertingum og sendingum hans í fyrri hálfleik voru fyrsta flokks.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir