3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Lögðu hald á um 1.300 kanna­bis­plöntur

Skyldulesning

Innlent

Setning Alþingis / Lögreglan
Setning Alþingis / Lögreglan
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Reykjavík í gær og lagði hald á mikið magn af fíkniefna eða um þrettán hundruð kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. 

Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að við húsleit hafi einnig verið lagt hald á nokkuð af vökva, sem grunur leiki á að sé landi. 

„Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á vettvangi og færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir