4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld

Skyldulesning

Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn.

Hann segir ýmsa vankanta hafa verið á réttarhöldunum og að dómurinn gegn Chauvin hafi verið gegn lögum.

Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum.

Það er gífurlega sjaldgæft að lögregluþjónn sé dæmdur fyrir að bana manni á vakt í Bandaríkjunum.

Lögregla var kölluð til í Minneapolis í maí í fyrra eftir að George Floyd hafði notað falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Chauvin kom á vettvang eftir á og hélt hann Floyd niðri. Í um tíu mínútur var hann með hné sitt á hálsi Floyd svo hann dó.

Myndbönd af morðinu á Floyd fóru eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum og leiddur til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víða.

Í frétt AP fréttaveitunnar segir að meðal þeirra ástæðna sem Nelson byggir kröfu sína á sé að dómarinn hafi brotið á réttindum Chauvin og neitað honum sanngjörn réttarhöld. Það hafi dómarinn Peter Cahill gert þegar hann neitaði beiðni Nelson um að flytja réttarhöldin í aðra sýslu vegna umfjöllunar í aðdraganda þeirra.

Nelson segir að umfjöllun um morðið hafi haft áhrif á réttarhöldin. Þá er hann ósáttur við að dómarinn hafi neitað að einangra kviðdómendur algerlega og loka á aðgang þeirra að fjölmiðlum á meðan á réttarhöldunum stóð.

Lögmaðurinn segir kviðdómendur hafa verið undir þrýstingi varðandi það að sakfella Chauvin. Í kröfu sinni segir hann einnig að kviðdómendur hafi brotið af sér en tíundar ekki hvernig.


Tengdar fréttir


Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi.


Í gær var Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd, fundinn sekur í öllum þremur ákæruliðum. Sir Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, telur að dómarinn sé nýtt upphafi í baráttunni gegn kynþáttafordómum.


„Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana.


Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir