6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn

Skyldulesning

Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta freista þess enn að fá niðurstöðum forsetakosninganna snúið. Baráttan hefur litlu skilað og reiðin magnast.

Joe DiGenova, einn lögmanna kosningateymis Trump, hefur kallað Chris Krebs „fávita“ og hvatt til þess að hann verði skotinn. Krebs var yfir stofnuninni sem hefur umsjón með netöryggi í Bandaríkjunum en var látinn fjúka af forsetanum skömmu eftir kosningar.

The recent statement by Chris Krebs on the security of the 2020 Election was highly inaccurate, in that there were massive improprieties and fraud – including dead people voting, Poll Watchers not allowed into polling locations, “glitches” in the voting machines which changed…

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 18, 2020

Krebs, sem er repúblikani, vann sér það til saka að hafa látið þau orð falla að nýafstaðnar forsetakosningar hefðu verið þær „öruggustu í sögunni“. 

DiGenova hefur unnið að því með Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, að fá niðurstöðum kosninganna snúið.

Tilraunir þeirra hafa ekki borið árangur og hverju dómsmálinu á fætur öðru verið vísað frá.

DiGenova lét ummælin falla í The Howie Carr Show og sagði m.a. að það ætti að draga Krebs út við dögun og skjóta hann. Hélt hann því fram að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað en fullyrðingar þess efnis hafa ítrekað verið hraktar af kosningayfirvöldum.

Politico sagði frá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir