5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Lögregla kannar ábendingu um 16 manna hóp á sýningu í miðborginni

Skyldulesning

Lögregla kannar nú hugsanlegt brot á sóttvarnareglum í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða ábendingu um að 16 manns væru saman komnir á „ákveðna sýningu,“ í borginni.

Þetta er eitt fjölmargra verkefna lögreglunnar nú í morgun, en nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni síðan í gærkvöldi.

Frá klukkan 17:00 í gær og til 5 í morgun skráði lögreglan 84 færslur í dagbók sína og voru 11 aðilar vistaðir í fangageymslum fyrir ýmis brot í nótt. Þá sagði lögreglan í tilkynningu til fjölmiðla að hún hafi heimsótt marga veitingastaði til að kanna Covid ráðstafanir þar á bæ og voru flestir með sitt á hreinu. Einhverjir þurftu þó að gera betur, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Í dag hefur lögreglan svo sinnt útköllum vegna grunsamlegra mannaferða í Skipasundi, logandi ruslatunnu á Skólavörðustíg, akstur undir áhrifum fíkniefna og vinnuhávaða frá byggingasvæði, svo eitthvað sé nefnt.

Innlendar Fréttir