Málið er í rannsókn en tilkynnt var um veiðar innan landhelginnar. mbl.is/Árni Sæberg
Lögreglu barst í dag tilkynning um fiskveiðibrot, þar sem tilkynnt var um að veiðar hafi farið fram í fiskveiðilandhelgi Íslands utan 12 sjómílna. Málið er í rannsókn og því liggja ekki fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá kviknaði eldur í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi. Bifreiðin var alelda og eldur farinn að læsa sig í gróður. Slökkvilið var ræst á staðinn og tókst að slökkva eldinn, en ekki tókst þó að bjarga bifreiðinni.
Lögregla sinnti öðru útkalli vegna elds, en tilkynnt var um eld í Bústaðahverfi. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða reyk frá pizzaofni.