7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Lög­reglan í París beitti tára­gasi gegn mót­mælendum sem berjast fyrir fjöl­miðla­frelsi

Skyldulesning

Þónokkur mótmæli hafa brotist út í Frakklandi gegn frumvarpi sem kveður meðal annars á um að hvers kyns myndataka af lögreglu við skyldustörf verði gerð að saknæmu athæfi, sé myndatakan „í annarlegum tilgangi.“

Andstæðingar frumvarpsins segja það grafa undan frelsi fjölmiðla til að afla ganga og fjalla um lögregluofbeldi en stjórnvöld segja ætlunina með frumvarpinu vera að vernda starfsfólk lögreglunnar. Umrædd grein frumvarpsins sem varðar myndbirtingu af lögreglu við skyldustörf er liður í stærra og umfangsmeira frumvarpi nýrrar öryggislöggjafar. Lögreglan í París hefur beitt táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu flugeldum í lögreglu.

Fyrr í þessari viku kom myndefni upp á yfirborðið þar sem sjá má þrjá hvíta lögreglumenn beita ofbeldi og hörku gegn svörtum tónlistarframleiðanda. Umræddar myndir hafa valdið miklum titringi meðal frönsku þjóðarinnar en þær sína hvernig lögreglumennirnir sparka og kýla í manninn, Michel Zecler.

Emmanuel Macron hefur fordæmt uppákomuna og segir ofbeldi lögreglumannanna vera „óásættanlegt og til skammar.“ Lögreglumennirnir hafa verið sendir í leyfi og er málið til rannsóknar.

Þá hafa stjórnvöld einnig fyrirskipað lögreglunni að gefa ýtarlega skýrslu vegna máls sem upp kom í París í vikunni þegar lögreglumenn rifu með ofbeldisfullum hætti niður bráðabirgða-flóttamannabúðir og áttu í átökum við flóttafólk og aðgerðasinna.

Mótmæli hafa brotist út víða um landið en þúsundir komu saman á lýðveldistorginu í París í dag. Myndum og myndböndum frá mótmælunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum.

Stand with #France.

The global security bill, which received a first-reading adoption by the National Assembly jeopardizes the freedom of the press & will introducte of a ubiquitous surveillance system. pic.twitter.com/Mvuuucx4Jt

— Anna Paulina Luna (@realannapaulina) November 28, 2020

„Frumvarpið grefur undan fjölmiðlafrelsi, frelsinu til að upplýsa og að vera upplýstur og tjáningarfrelsinu,“ sagði skipuleggjandi mótmælanna í samtali við AFP fréttaveituna. Búist er við að fulltrúar verkalýðshreyfinga muni ganga til liðs við mótmælendur sem og fulltrúar úr hreyfingu gulu vestanna svokölluðu.

Frumvarpið var samþykkt í neðri deild franska þingsins í síðustu viku og bíður nú samþykkis efri deildarinnar. Samkvæmt 24. grein frumvarpsins verður það gert að saknæmu athæfi að birta myndir af lögreglumönnum við skyldustörf, sé markmiðið með myndbirtingunni að valda þeim „líkamlegum eða andlegum skaða.

Hin ýmsu samtök blaðamanna og samtök um fjölmiðlafrelsi hafa jafnframt mótmælt frumvarpinu harðlega.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir