Lögreglan óskar eftir aðstoð – Hver er maðurinn? – DV

0
104

Í hálft annað ár hefur sænska lögreglan glímt við morðmál. Það var í október 2021 sem lík af karlmanni fannst í skógi nærri Borås. Talið er að þá hafi verið tvær til fjórar vikur síðan hann var myrtur. Lögreglunni hefur ekki orðið mikið ágengt við rannsókn málsins. Hún hefur ekki hugmynd um hver hinn látni er.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Þar biðlar hún til almennings um aðstoð og birtir teikningu af manninum í þeirri von að einhver geti borið kennsl á hann. Teikningin er byggð á greiningu á erfðamengi mannsins.

Talið er að hann hafi verið á aldrinum 40 til 65 ára og 166 til 175 cm á hæð. Hann notaði skó númer 36-38. Var ljós á hörund og brúneygður. Hann er sagður hafa verið skolhærður eða brúnhærður.

Hver er hann?