1 C
Grindavik
18. janúar, 2021

Lögreglan sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða gagnvart manninum sem hótaði Katrínu

Skyldulesning

Lögreglustjórinn á Austurlandi birti tilkynningu varðandi meintar hótanir gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem fjölmiðlar hafa fjallað mikið um. Þar segir að maðurinn sem var talinn ábyrgur fyrir hótununum hafi ekki vera á Seyðisfirði, þegar þær komu. Þá kemur einnig fram að lögregla hafi nú rætt við hann og telji að ekki sé ástæða til að beita frekari aðgerðum gagnvart manninum.

„Upplýsingar bárust lögreglu fyrr í dag um hótanir er áttu að hafa beinst að forsætisráðherra þar sem hann var þá staddur á Seyðisfirði ásamt þremur ráðherrum öðrum. Sá er borinn var fyrir hótuninni reyndist þá ekki vera á Seyðisfirði. Lögregla hefur nú rætt við hann og telur eftir þær samræður að engin ástæða sé til frekari aðgerða gagnvart honum eða viðbragða að öðru leyti.“

Uppnám á Seyðisfirði – Katrínu hótað

Segist ekki hafa hótað Katrínu og gefur sig fram við lögreglu – „Það er verið að þagga niður í mér“

Innlendar Fréttir