8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Lögreglan skoðar mál Elísabetar

Skyldulesning

Elísabet Guðmundsdóttir.

Elísabet Guðmundsdóttir.

mbl.is/MartaMaría

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú mál Elísabetar Gunnarsdóttur lýtaskurðlæknis en hún neitaði að fara í skimun eða sóttkví við komuna hingað til lands.

Þetta herma heimildir Vísis. 

Talið er að Elísabet hafi gerst brotleg við sóttvarnalög eða -reglur sem geta varðað fangelsi eða háum sektum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að mál sem varða brot á sóttvarnalögum rati inn á borð til lögreglu. Þá hafa lögreglu borist nokkrar ábendingar um hugsanleg brot. 

Elísabet hefur gagnrýnt sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda hér á landi harðlega og sagt þær ganga of langt. Hefur hún vakið nokkra athygli fyrir orðræðu sína, en hún stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. 

Að því er segir á vefnum covid.is er farþegum sem koma til Íslands skylt að sæta tveggja vikna sóttkví eða fara í tvær sýnatökur með fimm daga sóttkví þar á milli. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir